mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Selja rækju fyrir 300 milljarða ISK

26. september 2012 kl. 14:09

Rækjuvinnsla í Víetnam

Rækjuiðnaður í Víetnam heldur í sókn þrátt fyrir erfiðleika í greininni

Gert er ráð fyrir að rækjuútflutningur frá Víetnam nemi 2,5 milljörðum dollara í ár (300 milljörðum ISK) þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í greininni, að því er fram kemur á fis.com.

Framboð á rækju hefur verið stöðugt og eftirspurn vaxandi. Til að markmiðið náist þarf að selja rækju fyrir 800 milljónir dollara á síðasta fjórðungi ársins. Níu fyrstu mánuðina nam rækjuútflutningur 1,7 milljörðum dollara.

Rækjuframleiðslan í Víetnam hefur mætt aukinni samkeppni frá öðrum þjóðum, fyrirtækin í greininni hafa átt í erfiðleikum með fjármögnun og strangari reglur í Japan settu einnig strik í reikninginn. Þrátt fyrir þetta verður áframhaldandi vöxtur. Sala á rækju frá Víetnam fór fyrst yfir 2 milljarða dollara árið 2010. Í fyrra jókst salan um 13,7% og fór í 2,4 milljarða dollara.