mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Selveiðar styrktar um allt að 230 milljónir

20. febrúar 2013 kl. 10:11

Norska skipið Havsel á veiðum í Vesturísnum svokallaða djúpt norðan Íslands.

Norðmenn leyfa veiðar á 32.000 vöðuselum í ár.

Norska sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að styrkir til selveiðiskipa skuli nema allt að 10 milljónum norskra króna samtals eða jafnvirði 230 milljóna íslenskra. Að auki eiga vinnslufyrirtæki í landi kost á styrkjum.

Fram kemur í frétt á vef ráðuneytisins að veiðikvótar verði óbreyttir frá fyrra ári. Þannig má veiða 25.000 vöðuseli eins árs og eldri í Vesturísnum svokallaða sem er svæðið norðan Íslands milli Jan Mayen og Grænlands og 7.000 vöðuseli eins árs og eldri í Austurísnum sem er norðausturhluta Barentshafs. 

Veiðitímabilið er frá 10. apríl til 30. júní. Sárafá selveiðiskip hafa stundað þessar veiðar á undanförnum árum.