þriðjudagur, 10. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Septemberafli eykst um þriðjung milli ára

14. október 2008 kl. 08:52

Heildaraflinn í nýliðnum september var 68.000 tonn. Það er 17 þúsund tonna aukning í afla milli ára en aflinn í september 2007 var 51.000 tonn.

Aukning í afla er bæði í botnfiski og í uppsjávartegundunum makríl og síld.

Botnfiskaflinn í september 2008 var 33.000 tonn en botnfiskaflinn var 29.000 tonn í september 2007.

Afli jókst í flestum tegundum botnfisks. Uppsjávarafli í september 2008 var rúmlega 11 þúsund tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Þar kemur til makríllinn og einnig jókst síldaraflinn.

Heildarafli ársins 2008 var í lok september 986.000 tonn. Á sama tíma í fyrra var aflinn 1.116.000 tonn. Meiri upplýsingar um aflann í september og stöðu aflaheimilda eru á vef Fiskistofu. Sjá HÉR