föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Septemberaflinn jókst um 31% á föstu verði

16. október 2013 kl. 09:27

Þorskur í ís.

Botnfiskaflinn jókst en uppsjávarafli dróst saman miðað við sama mánuð í fyrra.

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum septembermánuði, metinn á föstu verði, var 31,1% meiri en í september 2012, að því er fram kemur í frétt á vef Hagstofunnar.  Það sem af er árinu veiddist 3,2% meiri afli en á sama tímabili árið 2012, sé aflinn metinn á föstu verði.

Fiskaflinn í september sl. nam alls 116 þús. tonnum samanborið við 106 þús. tonn í september 2012 sem er 10% aukning á magni milli ára.

Botnfiskafli jókst um rúm 11.500 tonn frá september 2012 og nam rúmum 46.800 tonnum. Þar af var þorskaflinn tæp 20.700 tonn, sem er aukning um 2.300 tonn frá fyrra ári. Ýsuaflinn nam rúmum 4.000 tonnum sem er 849 tonnum meiri afli en í september 2012. Karfaaflinn nam rúmum 8.000 tonnum í september 2013 sem er um 3.100 tonnum meiri afli en í fyrra. Rúm 10.700 tonn veiddust af ufsa sem er um 5.800 tonna aukning frá september 2012.

Afli uppsjávartegunda nam tæpum 65.100 tonnum, sem er rúmlega 1.900 tonnum minni afli en í september 2012. 

Sjá nánar á vef Hagstofunnar.