þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sérstakur hefur fellt Samherjamálið niður

4. september 2015 kl. 20:17

Þorsteinn Már Baldvinsson í Samherja

Forstjóri Samherja segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið

Fellt hef­ur verið niður saka­mál á hend­ur Þor­steini Má Bald­vins­syni, for­stjóra Sam­herja, og þrem­ur öðrum lyk­il­starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins vegna gruns um brot gegn lög­um um gjald­eyr­is­höft. Þetta staðfest­ir Ólaf­ur Þór Hauks­son, sér­stak­ur sak­sókn­ari, í sam­tali við mbl.is.

For­saga máls­ins er sú að hús­leit var gerð á skrif­stof­um Sam­herja á Ak­ur­eyri og í Reykja­vík í mars árið 2012 að kröfu Seðlabanka Íslands og hald lagt á mikið magn gagna. Í kjöl­farið var fyr­ir­tækið kært fyr­ir meint brot á lög­um um gjald­eyr­is­höft. Leggja þurfti hins veg­ar fram nýja kæru þar sem ekki reynd­ist refsi­heim­ild fyr­ir hendi vegna lögaðila. Lagði Seðlabank­inn því fram kæru á hend­ur Þor­steini Má og þrem­ur öðrum lyk­il­starfs­mönn­um, segir ennfremur á mbl.is.

Í frétt á visir.is segir Þorsteinn Már Baldvinsson málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár.