sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sex bátar fá rækjukvóta í Arnarfirði

4. nóvember 2008 kl. 10:50

Fiskistofa hefur úthlutað sex bátum rækjukvóta í Arnarfirði í kjölfar ákvörðunar sjávarútvegsráðuneytisins um að leyfa veiðar á 500 tonnum af rækju í firðinum.

Að því er fram kemur á vef Fiskistofu fær Pilot BA 125 tonna kvóta, Egill ÍS, Askur GK, Brynjar BA og Höfrungur BA fá 83,3 tonna kvóta hver og Ásdís GK fær úthlutað 41,6 tonnum.

Rannsókn á rækjustofninum í Arnarfirði leiddi í ljós að rækja er útbreiddari en undanfarin ár í firðinum. Heildarvísitala var há og mun hærri en á sama tíma árið 2007.

Rækjan var stór og virðist óvanalega mikið af rækju 6 ára og eldri. Nýliðun virtist einnig góð.

Heimilt var að veiða 150 tonn síðastliðinn vetur en langtímameðaltal rækjuveiða í Arnarfirði er um 650 tonn.

Frá þessu er skýrt á vef BB á Ísafirði.