þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sextán hrefnur komnar á land

16. júní 2011 kl. 12:13

Hrefnuveiðar (Mynd: Vilmundur Hansen)

Hrefnan var seinna á ferðinni í sumar en í fyrra.

Hrafnreyður, skip Hrefnuveiðimanna ehf. hefur landað þrettán hrefnum í sumar, hinni síðustu aðfaranótt miðvikudags. Að auki hefur hrefnuveiðibáturinn Hrafn frá Hafnarfirði veitt þrjú dýr. Þetta kemur fram í Fiskifréttum í dag.

,,Veiðin var fremur treg í maí og margir róðrar skiluðu ekki neinni veiði. Það hefur aftur á móti gengið mun betur það sem af er júní þannig að hrefnan er seinna á ferðinni en í fyrra. Við höfum mest fengið tvö dýr í róðri,” sagði Gunnar Bergmann Jónsson framkvæmdastjóri Hrefnuveiðimanna ehf. í samtali við Fiskifréttir.