fimmtudagur, 12. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigmar í Stjörnu-Odda fékk verðlaunin

22. nóvember 2013 kl. 07:53

Sigmar Guðbjörnsson - Stjörnu Oddi

Viðurkenning Sjávarútvegsráðstefnunnar fyrir framúrstefnuhugmynd.

Svifaldan” verðlaunagripurinn fyrir Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2013 var nú veitt í þriðja sinn, en markmiðið er að efla umræður og hvetja nýja hugsun með framsæknum og frumlegum hugmyndum. Svifaldan er gefin af TM, en jafnframt var veitt verðlaunafé og viðurkenningar til þeirra sem standa að þremur bestu hugmyndunum.

Sigmar Guðbjörnsson, eigandi Stjörnu-Odda hlaut fyrstu verðlaun í samkeppninni Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2013. Hugmyndin heitir Fiskval og gengur út á að  sortera óæskilegan fisk úr botnvörpu á veiðidýpi s.s. smáfisk.  Með því að sleppa fiskinum á veiðidýpi aukast lífslíkurnar, stuðlar að aukinni sjálfbærni veiða og bætir ímynd botnvörpu.
Guðrún Marteinsdóttir, prófessor og Dr. Kai Logemann við Háskóla Íslands hlutu önnur verlaun fyrir hugmyndina Marsýn, upplýsingakerfi fyrir sæfarendur sem spáir fyrir um ástand sjávar, svo sem ölduhæð, hitastig, strauma, lagskiptingu og útbreiðslu fiskstofna.

Jóhannes Sturlaugsson, eigandi Laxfiska hlaut þriðju verðlaun fyrir hugmyndina Fiskislóðin - Vöktun á fiskigöngum um gervitungl nýtt við fiskveiðar.   Nánari upplýsinar um Framúrstefnuhugmyndir Sjávarútvegsráðstefnunnar 2013 er að finna í RÁÐSTEFNUHEFTI (13 MB).