föstudagur, 23. júlí 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigurborg með yfir 1000 tonn af rækju á árinu

19. desember 2011 kl. 12:00

Sigurborg SH-12

Allur rækjuaflinn unninn hjá Rammanum á Siglufirði

Í morgun var 17 tonnum af rækju landað úr Sigurborgu SH á Siglufirði og þar með fór rækjuafli ársins hjá þeim í 1013 tonn, að því er fram kemur á vef Ramma hf.

Allur rækjuaflinn úr Sigurborgu SH hefur farið til vinnslu hjá Rammanum á Siglufirði. Auk þess hefur skipið veitt um 200 tonn af fiski.