sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sigurður Ingi nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

24. maí 2013 kl. 10:00

Sigurður Ingi Jóhannsson tekur formlega við af Steingrími J. Sigfússyni.

Er fyrrverandi bóndi og dýralæknir.

Sigurður Ingi Jóhannsson er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra auk þess að sinna byggðamálum og gegna embætti umhverfis- og auðlindaráðherra. 

Sigurður Ingi Jóhannsson er með embættispróf í dýralækningum frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn (KVL).

Sigurður Ingi var bóndi í Dalbæ í Hrunamannahreppi á árunum 1987-1994 og var samhliða bústöfrum sjálfstætt starfandi dýralæknir í uppsveitum Árnessýslu. Fram til ársins 2009 starfaði hann sem dýralæknir og frá árinu 2002 að auki sem oddviti Hrunamannahrepps. Árið 2009  var hann kosinn á þing fyrir Framsóknarflokkinn í Suðurkjördæmi. Sigurður Ingi er varaformaður Framsóknarflokksins.