laugardagur, 31. október 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síld og makríll fyrir 1,2 milljarða til Nígeríu

18. febrúar 2011 kl. 10:09

Síld.

Megnið af afurðunum koma frá Samherja

Á árunum 2009 og 2010 opnaðist markaður fyrir síld og makríl í Nígeríu. Á síðasta ári fluttu Íslendingar út heilfrysta síld til Nígeríu fyrir tæpar 675 milljónir króna og heilfrystan makríll fyrir um 530 milljónir, samanlagt um 1,2 milljarða króna, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Megnið af þessum afurðum koma frá Samherja hf. Birgir Össurarson, sölu- og markaðsstjóri Ice Fresh Seafood, sem er markaðsarmur Samherja, sagði í samtali við Fiskifréttir að í Vestur-Afríku væri gríðarlega stór markaður fyrir sjávarafurðir. Samherji hefði um nokkurra ára skeið selt vörur til Nígeríu í tengslum við útgerð á vegum fyrirtækisins úti fyrir ströndum Vestur-Afríku. Í framhaldi af því hefðu þeir einnig tekið svolítið magn af síld og makríl sem framleitt væri hér á landi og selt til Nígeríu.

 Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.