fimmtudagur, 12. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síldardauðinn í Kolgrafafirði kostaði 2-3 milljarða

19. nóvember 2013 kl. 16:04

Síldardauði Kolgrafafirði sl. vetur. (Mynd: Tómas)

Ekki er talið raunhæft að ráðast í varanlega lokun fjarðarins í vetur.

Sigurður Ingi Jóhannssson sjávarútvegsráðherra flutti Alþingi skýrslu dag skýrslu sína um stöðu mála og áætlanir um fyrirbyggjandi aðgerðir vegna síldardauðans í Kolgrafafirði síðastliðinn vetur.

Fram kom í máli hans að erfitt væri að meta tjónið vegna síldardauðans, en giskað væri á að það þýddi um 2-3 milljarða króna tap vegna minni afla úr íslenska sumargotsstofninum. Tjónið gæti verið meira, en jafnvel þótt matið lækkaði væri ljóst að miklir hagsmunir væru hér á ferð fyrir þjóðarbúið í heild. Þá nefndi hann að vöktun og rannsóknir í firðinum hefðu kostað ríkissjóð um 40 milljónir króna og væru þá ekki talinn kostnaður ýmissa opinberra stofana sem að málinu hefðu komið. 

Um hugsanlegar fyrirbyggjandi ráðstafanir sagði ráðherrann að rætt hefði um ýmsar aðgerðir, s.s. að loka firðinum við brúarþverunina, að rjúfa garðinn og byggja aðra brú austar, koma fyrir fælingarbúnaði,  súrefnisauðgun fjarðarins og jafnvel veiðar innan við brú. Ekki er talið raunhæft að ráðast í varanlega lokun fjarðarins í vetur enda um stóra og kostnaðarsama framkvæmd að ræða.

Sjá nánar á vef atvinnuvegaráðuneytisins.