miðvikudagur, 25. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síldarhrogn í tísku í Bretlandi

23. ágúst 2011 kl. 16:03

Réttur með sildarhrognum

Breskir neytendur snúa sér í auknum mæli að fiskafurðum á hagstæðu verði

Sala á síldarhrognum í bresku verslunarkeðjunni Waitrose hefur aukist um 39% það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Ástæðan er breytt innkaupahegðun neytenda, að því er fram kemur á vef Norges Sildesalgslag.

Forsvarsmenn Waitrose segja að þessi aukna eftirspurn sé hluti af stærri breytingu á eftirspurn neytenda. Sem fyrr leiti þeir að spennandi og hollum réttum en nú horfi þeir meira í pyngjuna en áður. Síldarhrognin séu ódýr, spennandi hágæðavara. Þau hafi verið lengi til sölu hjá Waitrose en hafi ekki verið markaðsett sérstaklega í ár. Söluaukningu megi því rekja til þess að neytendur séu að leita uppi hagstæðari innkaup.

Sala á makríl hefur einnig aukist hjá Waitrose í ár. Frá því í janúar hefur salan á breskum makríl aukist um 105% miðað við sama tíma í fyrra.