fimmtudagur, 12. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síldarkvóti smábáta aukinn

14. nóvember 2013 kl. 09:10

Síldveiðar í net í Breiðafirði. (Mynd: Símon Sturluson)

Aukningin nemur 200 tonnum.

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að auka síldarkvóta til netaveiða á Breiðafirði úr 500 tonnum í 700 tonn.

Eins og komið hefur fram voru flestir þeirra smábáta sem höfðu hafið síldveiðar í Breiðafirð að stöðvast vegna þess að heimildir voru uppurnar.

Á vef LS er haft eftir síldarsjómanni að flestir hefðu búist við að ráðherra mundi úthlutaði öðrum 500 tonna skammti í ljósi þess að heimildin til smábáta hefði verið 900 tonn í fyrra.  Hann taldii á að þau 200 tonn sem ráðherra hefur nú bætt við myndu varla endast nema í eina 8 tonna úthlutun.