mánudagur, 24. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síldarmælingar í Breiðamerkurdjúpi

4. desember 2013 kl. 14:07

Bjarni Sæmundsson (Mynd: Jón Páll Ásgeirsson)

Fimmtungur síldarstofnsins mældist þar í fyrra

Bjarni Sæmundsson, rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar, er nú við síldarmælingar í Breiðamerkurdjúpi, suðaustan við landið. Bjarni náði mælingu í gær og nótt en fer svo vestur fyrir land undir helgi, að því er fram kom í hádegisfréttum RÚV.

Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri nytjastofna hjá Hafrannsóknastofnun, segir i samtali við RÚV að í fyrravetur hafi um fimmtungur af síldarstofninum verið á þessu svæði, en ekki sé enn ljóst hve mikið er þar nú. Síldveiðar hafa gengið frekar treglega í haust. Búið er að landa um 55 þúsund tonnum af 87 þúsund tonna kvóta.