föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síldarsmugan: 2.300 tonn af karfa hafa veiðst

10. september 2009 kl. 09:15

Treg karfaveiði hefur verið í Síldarsmugunni frá því að veiðar máttu hefjast þar 15. ágúst síðastliðinn. Hinn 7. september  var aðeins búið að tilkynna um 2.310 tonna afla, samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu NEAFC (Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndinni).

Heildarkvótinn á þessum veiðum er 10.500 tonn. Um er að ræða samkeppnisveiðar sem stöðvaðar verða þegar kvótanum er náð.

Þrjú íslensk skip hafa fengið leyfi til þessara veiða en samkvæmt upplýsingum Fiskistofu hafa þau ekki nýtt sér þau.