laugardagur, 31. október 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síldarverðið tvöfaldast í Noregi og gott verð á loðnu

28. febrúar 2011 kl. 10:20

Síld.

Um 49 krónur íslenskar fengust fyrir kíló af loðnu sem norsk skip veiddu við Ísland

Verð á síld til fiskiskipa hefur tvöfaldast í ár miðað við sama tíma í fyrra, að því er fram kemur á vef samtaka norskra útvegsmanna.

Um er að ræða norsk-íslensku vorgotssíldina. Meðalverðið í vetur hefur verið 4,39 NOK á kíló, rúmar 90 ISK, en var 2,19 NOK á kíló, 45 ISK, á sama tíma í fyrra. Fram til þessa hafa nótabátarnir veitt tæplega 35% af kvóta sínum í síldinni en togarar 48%.

Loðnan hefur einnig hækkað verulega í verði. Fyrir loðnu sem norsk skip veiddu við Ísland fengust 2,36 NOK á kíló, tæpar 49 ISK, en verðið var 1,76 NOK í fyrra. Loðna í Barentshafi hefur komist upp í 2,43 NOK á kíló í meðalverð en var á sama tíma í fyrra 1,86 NOK.