mánudagur, 9. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síldarvinnslan framleiddi tæp 38.000 tonn af afurðum

25. janúar 2018 kl. 12:32

Lítið eitt minni framleiðsla en á árinu 2016

Fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað framleiddi samtals 37.351 tonn af afurðum á árinu 2017. Til samanburðar var framleiðslan 39.216 tonn á árinu 2016 og 30.860 tonn á árinu 2015.

Eins og áður er öll áhersla lögð á framleiðslu á uppsjávarfiski í fiskiðjuverinu en bolfiskur einungis unnin þegar hlé er á vinnslu uppsjávartegunda, að því er fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Afköst fiskiðjuversins hafa verið aukin að undanförnu og skiptir það máli því sífellt hærra hlutfall uppsjávarafla fer til manneldisvinnslu.

Í töflunni hér á eftir sést skipting framleiðslunnar á milli tegunda á árunum 2015 – 2017: