laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síldarvinnslan kaupir fjölveiðiskip í Noregi

7. febrúar 2012 kl. 13:27

Börkur hinn nýi. Hann hét áður Torbas og þar á undan Staalöy, en undir því nafni landaði hann á Fáskrúðsfirði. (Mynd: Óðinn Magnason)

Leysir af hólmi aflaskipið Börk NK sem kominn er til ára sinna.

Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur fest kaup á fjölveiðiskipinu Torbas í Noregi. Skipið er væntanlegt til Norðfjarðar á morgun, miðvikudag.

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir í samtali við Morgunblaðið að skipið muni leysa aflaskipið Börk NK af hólmi en það er komið vel á fimmtugsaldurinn, smíðað í Noregi árið 1968 og keypt hingað til lands árið 1973.

Torbas var smíðaður árið 2000 og er 68 metrar á lengd og 14 metra breiður. Hann getur bæði veitt í troll og nót og er útbúinn öflugu kælikerfi fyrir aflann. Skipið, sem fær nafnið Börkur fer til loðnuveiða hér við land fljótlega eftir heimkomuna. Gamli Börkur verður gerður út áfram um sinn undir nýju nafni, að sögn Gunnþórs.