föstudagur, 14. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síldin gefur betri útkomu í október

15. nóvember 2017 kl. 11:56

Síldveiðiskip í Breiðafirði. (Mynd: Alfons Finnsson)

Alls veiddust tæp 59.000 tonn af síld samanborið við rúm 32.000 tonn í október 2016.

Fiskafli íslenskra skipa í október var 114.258 tonn sem er 40% meiri afli en í október 2016. Aukningin er að mestu tilkomin vegna meiri síldarafla en alls veiddust tæp 59.000 tonn af síld samanborið við rúm 32.000 tonn í október 2016. 

Hagstofa Íslands segir frá.

Botnfiskaflinn var rúm 42.000 tonn og jókst um 5%, sem má að mestu rekja til meiri karfaafla. Afli flatfisktegunda var 1.816 tonn sem er 12% meiri en í október 2016. Skel og krabbadýraafli nam 1.153 tonnum samanborið við 716 tonn í fyrra.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá nóvember 2016 til október 2017 var tæp 1.166 þúsund tonn sem er 8% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla í október metið á föstu verðlagi var 16,5% meira en í október 2016.