fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síldin á leið út úr landhelginni

25. september 2012 kl. 14:36

Úr vinnslusalnum í uppsjávarfrystihúsinu á Vopnafirði. Mynd/HB Grandi: Jón Sigurðsson

Íslensk vinnsluskip að síldveiðum norðan við Færeyjar

ff

Mjög rólegt hefur verið yfir síldveiðum íslenskra skipa sl. tvo sólarhringa og svo virðist sem að síldin sé á leiðinni austur úr lögsögunni á hrygningarstöðvarnar við Noreg eftir að hafa verið í ætisleit á Íslandsmiðum. Fréttir hafa borist af síldveiði norðan við Færeyjar og þar eru íslensk vinnsluskip nú að veiðum, að því er fram kemur á vef HB Granda.

Faxi RE til hafnar á Vopnafirði nú í hádeginu með um 330 til 350 tonn af síld og að sögn Hjalta Einarssonar, sem var skipstjóri í veiðiferðinni, þurfti töluvert að hafa fyrir þeim afla.

,,Við toguðum á móti Lundey NS og tókum hol hér og þar á milli þess sem leitað var að síld en aflann fengum við í þremur holum í Héraðsflóadjúpinu. Síldin er greinilega á austurleið en það ætti þó enn að vera hægt að fá sæmilegasta afla innan landhelginnar,“ sagði Hjalti en samkvæmt upplýsingum hans veiðist nú sáralítð af makríl með síldinni.

Lítið er eftir af síldar- og makrílkvóta HB Granda þetta árið. Að sögn Ingimundar Ingimundarsonar, rekstrarstjóra uppsjávarveiðiskipa félagsins, er síldaraflinn nú kominn í um 14.000 tonn og eftirstöðvar kvótans eru um 2.000 tonn. Makrílaflinn er tæplega 16.000 tonn og aðeins eru óveidd um 600 tonn af makríl, segir ennfremur á vef HB Granda.