föstudagur, 15. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Síst minna af loðnu en í fyrra

13. janúar 2011 kl. 11:17

Veðrið á loðnumiðunum fyrir norðaustan land einkennist af brælu og kaldaskít en gangur veiðanna er bærilegur þegar friður er fyrir ótíðinni.

,,Það er töluvert mikið að sjá af loðnu hérna og ágætislóðningar. Magnið er ekki minna en á síðustu vertíð. Hins vegar hefur verið leiðindaveður og lítið hægt að hreyfa sig um. Við fórum út 3. janúar og höfum verið í brælum og kaldaskít meira og minna síðan,” segir Ómar Sigurðsson stýrimaður á vinnsluskipinu Aðalsteini Jónssyni SU frá Eskifirði í samtali við Fiskifréttir.

Sjá nánar í Fiskifréttum sem fylgja Viðskiptablaðinu.