miðvikudagur, 12. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sjálfbær sjávarútvegur

17. maí 2017 kl. 10:38

Ársfundur SFS.

Ársfundur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi haldinn næstkomandi föstudag.

Sjálfbær sjávarútvegur er yfirskrift ársfundar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sem haldinn verður næstkomandi föstudag, 19. maí, á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík. Á fundinum verða Hvatningarverðlaun sjávarútvegsins afhent og einnig styrkir úr Rannsóknasjóði sjávarútvegsins. 

Meðal þeirra sem erindi flytja á fundinum er dr. Ásgeir Jónsson forseti Hagfræðideildar Háskóla Íslands sem nefnir erindi sitt "HInar efnahagslegu mýtur í sjávarútvegi." Guðmundur Freyr Jóhannsson læknir og framkvæmdastjóri Icelandic Health Symposium fjallar um mátt matarins. Kristrún Mjöll Frostadóttir hagfræðingur hjá Viðskiptaráði Íslands fjallar um uppbyggingu þekkingarsamfélags. Og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS flytur erindi sem ber yfirskriftina "Að sjá  ekki skóginn fyrir trjánum."

Fundurinn stendur frá klukkan 13-15 og er öllum opinn. 

Sjá nánar dagsskrána á vef SFS.