föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sjávarafurðir 44% af útflutningi

3. maí 2013 kl. 11:29

Þorskflak

Fiskur fluttur út fyrir 68,5 milljarða fyrstu þrjá mánuðina

 

Fyrstu þrjá mánuðina 2013 voru fluttar út vörur fyrir tæpa 156,3 milljarða króna, þar af voru sjávarafurðir um 68,5 milljarðar, að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.

Verðmæti vöruútflutnings er 0,6 milljörðum eða 0,4% minna á gengi hvors árs en á sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur voru 51,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,7% minna en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 43,9% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,4% meira en á sama tíma árið áður.