laugardagur, 31. október 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sjávarafurðir tæplega 40% af útflutningstekjum

4. febrúar 2011 kl. 10:33

Saltfiskur.

Fiskurinn skilaði 220 milljörðum árið 2010

Útflutningur sjávarafurða nam um 220 milljörðum króna á árinu 2010 og jókst hann um 9,2% frá árinu áður, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofu Íslands.

Stærsti liður útfluttra sjávarafurða var frystur heill fiskur, um 32 milljarðar, og jókst útflutningur hans um 41,7% frá árinu 2009. Næst á eftir kemur saltfiskur með um 31 milljarð sem er um 4,3% samdráttur miðað við árið áður. Heildarvöruútflutningur landsmanna nam um 561 milljarði króna árið 2010 og eru sjávarafurðir því um 39,3% alls vöruútflutnings.