sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sjávarútvegsráðuneytið leiðréttir frétt Fiskaran

4. nóvember 2008 kl. 14:32

Vegna fréttar á vef norska blaðsins Fiskeribladet/Fiskaren vill sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið taka fram að frétt blaðsins um að lokað hafi verið á innflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja til Rússlands á ekki við rök að styðjast.

Sendiherra Íslands í Rússlandi hefur fengið staðfest, eftir viðræður við hlutaðeigandi yfirvöld, að fréttin sé á misskilningi byggð og tilkomin vegna mistaka í fréttatilkynningu. Ekkert sé hæft í fréttinni.

Því var slegið upp á vefsíðu Fiskeribladet/Fiskaren að Rússar hefðu svipt alla íslenska útflytjendur sjávarafurða sem selja á Rússlandsmarkað, 41 að tölu, leyfi sínu til þess að flytja sjávarafurðir þangað.

Sagt var að þetta kæmi fram í yfirliti frá viðkomandi rússneskri stofnun dagsettu 31. október. Nú hefur komið í ljós að hér var um misskilning að ræða.

Í fréttinni var tilgreint hversu margir útflytjendur í einstökum ríkjum hefðu verið sviptir leyfum til þess að flytja að flytja sjávarafurðir til Rússlands.