föstudagur, 27. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sjávarútvegsskólinn blómstrar

12. júlí 2019 kl. 13:00

Nemendur Sjávarútvegsskólans á Neskaupstað nýkomnir úr siglingu á björgunarskipinu Gerpi. MYND/María Marta Bjarkadóttir

Leiðbeinendurnir segja það forréttindi að fá að vera með krökkunum

Skólahaldi Sjávarútvegsskólans í Neskaupstað á þessu sumri er að ljúka. Starfseminni eru gerð skil á vef Síldarvinnslunnar og rætt við leiðbeinendurna tvo, þær Arnfríður Eide Hafþórsdóttir sjávarútvegsfræðingur og María Marta Bjarkadóttir nemi í sjávarútvegsfræðum.

Þær hafa kennt á Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Vopnafirði, Seyðisfirði og í Neskaupstað, og eru að sinna kennslunni í fyrsta sinn.

Þær segja það hafa verið hina besta skemmtun að fá að starfa með unga fólkinu á Austurlandi. „Það eru forréttindi að fá að vera með þessum krökkum,“ sögðu þær í spjalli við tíðindamann Síldarvinnslunnar.

Síldarvinnslan hf. stofnaði Sjávarútvegsskólann árið 2013, en starfsemi hans breiddist fljótt út og var þá nafni hans breytt eftir þörfum. Árið 2014 nefndist hann Sjávarútvegsskóli Fjarðarbyggðar, árið 2015 hét hann Sjávarútvegsskóli Austurlands og árið 2016 tók hann að teygja anga sína til Norðurlands þegar Háskólinn á akureyri tók að annast skólahaldið. Þar að auki hefur Sjávarútvegsskóli Ísafjarðarbæjar verið starfræktur að austfirskri fyrirmynd.

Sjá nánar á vef Síldarvinnslunnar og á vef Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri.