sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sjávarútvegur í ESB: Eftirlitskerfið kostar 73 milljarða

21. september 2009 kl. 15:00

Aðildarríki ESB verja árlega um 400 milljónum evra, um 73 milljörðum íslenskra króna, í eftirlit með sjávarútvegi að því er fram kemur á vef IntraFish.

Hér er um áætlaðan kostnað að ræða en erfitt er að fá nákvæmar tölur vegna þess að skipulag með veiðieftirliti er svo mismunandi eftir því hvaða aðildarríki á í hlut. Í Danmörku liggur þetta til dæmis ljóst fyrir þar sem sérstök stofnun annast eftirlitið en í Svíþjóð og fleiri ríkjum er eftirlitið hluti af starfsemi landhelgisgæslunnar að því er haft er eftir Harm Koster yfirmanni eftirlitsskrifstofu ESB með fiskveiðum, The Community Fisheries Control Agency (CFCA). CFCA er með aðsetur í Vigo á Spáni og er ætlað að samræma aðgerðir ESB-ríkja við eftirlit með fiskveiðum.

Harm Koster segir að sum aðildarríki verji meira að segja næstum því jafnmiklum peningum í fiskveiðieftirlit eins og verðmæti þess afla sem landað er. Írland er eitt þeirra ríkja svo dæmi sé nefnt.

Í fyrra voru samræmdar eftirlitsaðgerðir CFCA með fiskiskipum og löndun afla um 3.636 að tölu.