laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sjö þúsund tonn til Seyðisfjarðar

25. apríl 2014 kl. 11:09

Beitir NK á kolmunnaveiðum. (Mynd: Tómas Kárason)

Síldarvinnslan bætir við þriðja kolmunnaskipinu.

Beitir NK kom með fullfermi af kolmunna til Seyðisfjarðar í fyrrinótt og var lokið við að landa úr skipinu um klukkan fimm í morgun. Aflinn var rúmlega 2.100 tonn og með honum hefur fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði tekið á móti rúmlega 7.000 tonnum á vertíðinni.

Að sögn Gunnars Sverrissonar  rekstrarstjóra fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar hefur vinnslan á Seyðisfirði gengið vel eftir að hún hófst af fullum krafti. Segir Gunnar að lokið verði við að vinna það hráefni sem hefur borist til verksmiðjunnar á morgun en miðað við þá veiði sem nú er ætti vinnsluhléið ekki að vera langt.

Birtingur NK hélt til kolmunnaveiða í gær en skipið hefur legið í höfn frá því að loðnuvertíð lauk. Þar með eru kolmunnaveiðiskip Síldarvinnslunnar orðin þrjú talsins en Börkur og Beitir hafa stundað veiðarnar að undanförnu. Kolmunnakvóti Síldarvinnslunnar á yfirstandandi vertíð er um 50 þúsund tonn og því þótti nauðsynlegt að fjölga veiðiskipunum í þrjú. Skipstjóri á Birtingi er Tómas Kárason.

Frá þessu er skýrt á vef Síldarvinnslunnar.