þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sjómenn í Hull skora á þjófana að skila styttunni

27. júlí 2011 kl. 10:26

Stytta

Hull og Ísland eru tengd sterkum böndum og styttan var til marks um það

Hópur fyrrverandi togarasjómanna í Hull hafa skorað á þjófana sem stálu styttu sem tileinkuð var minningu þúsunda sjómanna frá borginni sem drukknuðu af slysförum á síðustu öld, að því sem fram kemur á vef fishupdate.com.

Bronsstyttan, sem er verk Steinunnar Þórarinsdóttur högglistamanns, er um 1,8 metrar á hæð og vegur 300 kíló. Lögreglan í Hull telur að styttunni hafi verið stolið vegna þess að þjófarnir hafi ætlað að bræða hana og selja málminn.

Talmaður samtaka sjómanna í Hull segir að styttan hafi mikið tilfinningalegt gildi fyrir þá. Hann höfðar til betri vitundar þjófanna og skorar á þá að skila styttunni óskemmdri. Rúmlega 6000 manns frá Hull hvíla í votri gröf, margir þeirra við Íslands strendur. Hann segir að styttan hafi þjónað sem minningargrafreitur fyrir týnda sjómenn. Hull og Ísland séu tengd sterkum böndum og styttan hafi verið til marks um það.