föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skaðsemi rauðátu í uppsjávarfiski

3. júní 2015 kl. 12:00

Stefán Þór Eysteinsson

Styrkur veittur úr Rannsóknasjóði síldarútvegsins

Á ráðstefnu SFS föstudaginn 29.maí var úthlutað styrkjum til þeirra verkefna sem Rannsóknasjóður síldarútvegsins hefur valið. 

Rannsóknasjóður síldarútvegsins styrkir eitt doktorsverkefni um 15 milljónir króna yfir þriggja ára tímabil. Styrkurinn heitir Sigurjónsstyrkur eftir prófessor Sigurjóni Arasyni. Styrkurinn er til rannsókna á líffræði síldar, veiðum, vinnslu og markaðssetningu afurða og annarra uppsjávarfiska.

Doktorsneminn Stefán Þór Eysteinsson hlaut styrkinn en markmið verkefnisins er að meta skaðsemi rauðátu við vinnslu uppsjávarfiska og hvernig best sé að stýra vinnslu og geymslu afurða. Einnig verða áhrif rauðátu á mjöl- og lýsisvinnslu rannsökuð. Þess utan verða eiginleikar átunnar rannsakaðir og hvort nýta megi hana á einhvern hátt.

Sjá nánar um styrkveitingar sjóðsins á vef SFS