sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skálabergið á heimleið

14. maí 2013 kl. 14:26

Skálaberg við bryggju á Kanaríeyjum. (Mynd af vef Brims hf.).

Enginn rekstrargrundvöllur fyrir skipið að óbreyttu, segir útgerðin.

Skálaberg RE 7, nýjasta skip Brims hf., er nú á heimleið frá Las Palmas á Kanaríeyjum. Þar fór skipið í slipp í desember á síðasta ári þar sem það var meðal annars málað. Skipið hefur verið látið bíða á Spáni vegna óvissu um rekstrargrundvöll þess ,,í ljósi ótrúlegrar stefnu fráfarandi stjórnvalda gagnvart einstökum sjávarútvegsfyrirtækjum og skipagerðum,” eins og það er orðað á heimasíðu Brims hf.  

Þar segir ennfremur: ,,Samkvæmt núgildandi lögum um veiðgjöld þarf Skálabergið að greiða 11 til 15% af brúttótekjum einungis í veiðigjöld. Að óbreyttu er enginn rekstrargrundvöllur fyrir þetta skip undir íslenskum fána. Með komandi stjórnarbreytingum eru meiri líkur á að hægt sé að breyta lögunum, ráða í áhöfn Skálabergsins og byrja að afla gjaldeyristekna fyrir þjóðarbúið, eins og stefnt var að.”

Áætlað er að skipið komi til Reykjavíkur fimmtudaginn 16. maí kl. 11.00 fyrir hádegi. Skálabergið er fullkomið og mjög tæknivætt og hentar vel til veiða í Norður Atlantshafi.