fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skammturinn entist í fimm daga

10. júní 2011 kl. 10:49

Strandveiðar stöðvaðar á svæði A því hámarksaflinn er veiddur.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur sent frá sér auglýsingu um stöðvun strandveiða á svæði A, frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurshrepps. Stöðvunin gildir frá og deginum í dag, 10. júní.

Strandveiðar eru óheimilar frá föstudegi til sunnudags og á lögboðnum frídögum. Það þýðir að í gær var fimmti veiðidagurinn í þessum mánuði. Samkvæmt skrá Fiskistofu er búið að tilkynna um 482 tonna afla á A-svæði í júní. Leyfilegur hámarksafli er 575 tonn (að frádregnum umframafla í maí). Þar sem töluvert af lönduðum afla á eftir að skila sér á skrá telur Fiskistofa að hámarksaflanum sé þegar náð.

Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu er algengt á A-svæði að strandveiðibátar veiði um og yfir 100 tonn á dag, t.d. var tilkynnt um 147 tonn í fyrradag. Bátar með einhverja löndun voru 222 talsins á þessu svæði  í maí.