
Félagsfundur Félags skipstjórnarmanna haldinn þann 30. desember krefst þess að nýtilkomin lög um sjómannaafslátt verði dregin til baka. Bent er á að stórir starfshópar svo sem opinberir starfsmenn, þar á meðal þingmenn og ráðherrar, flugliðar auk fjölmargra annarra njóti fríðinda í formi skattfrjálsra dagpeninga.
,,Sjómenn gera þá sjálfsögðu kröfu að njóta sambærilegra fríðinda. Þess má geta að samkvæmt gögnum frá ríkisskattstjóra frá árinu 2008 námu skattfríar greiðslur til annarra en sjómanna tæpum 8 miljörðum króna árið 2008,” segir í ályktun fundarins.