þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skerðing sjómannaafsláttar verði dregin til baka

30. nóvember 2012 kl. 15:22

Frá 28. þingi Sjómannasambands Íslands í Reykjavík nú í vikunni.

Sjómannasambandið vísar á bug kröfu LÍÚ um lækkun launa sjómanna vegna veiðigjalda.

 

28. þing Sjómannasambands Íslands, sem lauk í dag,  ítrekar enn og aftur mótmæli sín varðandi aðför stjórnvalda að sjómönnum með afnámi sjómannaafsláttarins. Þingið krefst þess að stjórnvöld dragi skerðinguna nú þegar til baka og noti hluta veiðigjaldanna sem innheimt eru af útgerðinni til að fjármagna kostnaðinn.

Þá er kröfu LÍÚ um verulega lækkun launa sjómanna vegna veiðigjalda og annars rekstrarkostnaðar mótmælt. Þingið harmar hótanir um verkbann á sjómenn til að knýja á um að þeir taki þátt í sköttum á útgerðina. 

Af öðrum ályktunum má nefna kröfur um að: 

- Útgerðin verði skylduð til að selja allan afla, sem fer til vinnslu innanlands, á uppboðsmarkaði fyrir sjávarfang.

- Veiðiskylda verði aukin verulega eða frjálst framsal aflamarks afnumið. Samhliða verði sett lög um fjárhagslegan aðskilnað veiða og vinnslu.

- Afnumdar verði ýmsar ívilnanir í lögunum um stjórn fiskveiða, svo sem línuívilnun, VS afli og byggðakvóti.