sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skip HB Granda ljúka brátt síldveiðum

21. september 2009 kl. 15:29

,,Síldveiðarnar innan íslensku lögsögunnar hafa gengið svo vel í sumar að það eru hverfandi líkur á að við þurfum að nýta okkur þann rétt að veiða hluta kvótans í norsku lögsögunni,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson, deildarstjóri uppsjávarsviðs HB Granda, í samtali við heimasíðu fyrirtækisins.

Ingunn AK til Vopnafjarðar fyrir helgina með um 1.000 tonna afla og í gær kom Lundey NS þangað með um 900 tonn.

,,Staðan núna er þannig að hvert okkar þriggja skipa á eftir að landa einu sinni enn á Vopnafirði og vonandi helst veiðin það góð að það gangi eftir. Veiðin hefur færst töluvert austar síðustu dagana. Faxi RE er nú austur undir Síldarsmugunni um 200 sjómílur austur af Langanesi og bíður þess að Ingunn komi á miðin. Enn er verið að frysta síld úr afla Ingunnar og því er ekki reiknað með því að skipið verði á miðunum fyrr en seint annað kvöld. Í framhaldinu tekur svo við frysting á afla Lundeyjar á Vopnafirði, segir Vilhjálmur Vilhjálmsson.