mánudagur, 8. mars 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skip Ísfélagsins fiskuðu fyrir röska 5 milljarða króna

5. janúar 2009 kl. 13:52

 Floti Ísfélags Vestmannaeyja veiddi tæplega 132.000 tonn miðað við fisk úr sjó árið 2008. Langmesti hlutinn var uppsjávarfiskur, en um 6.700 tonn veiddust af bolfiski. Aflaverðmæti skipanna var um 5,1 milljarður íslenskra króna. Vinnsluskipið Guðmundur VE skilaði langmestu aflaverðmæti eða um tveimur milljörðum króna, eins og áður hefur komið fram.

Afla og aflaverðmæti annarra skipa má sjá á heimasíðu Ísfélagsins,HÉR.