mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skip Síldarvinnslunnar til veiða á ný

2. janúar 2019 kl. 14:00

Gullver NS heldur til veiða í dag. MYND/Ómar Bogason

Þessa dagana eru skip Síldarvinnslunnar að halda til veiða frá Seyðisfirði, Vestmannaeyjum og Neskaupstað.

Ísfisktogarinn Gullver NS heldur til veiða frá Seyðisfirði í dag. Skip Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum, Vestmannaey VE og Bergey VE, munu hins vegar ekki láta úr höfn fyrr en á föstudag.

Síldarvinnslan hf. greinir frá.

Ekki er þó gert ráð fyrir að frystitogarinn Blængur NK haldi til veiða fyrr en í næstu viku, en hann liggur í Norðfjarðarhöfn og er verið að sinna viðhaldsverkefnum þar um borð. 

Þá er áformað að Börkur NK haldi til loðnuleitar á föstudag, en Beitir NK og Bjarni Ólafsson AK liggja í Norðfjarðarhöfn. Bjarni Ólafsson gæti einnig tekið þátt í loðnuleit en Beitir mun bíða frétta.