mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skipin streyma inn í Reykjavíkurhöfn

7. júní 2012 kl. 12:26

Skip streyma til Reykjavíkurhafnar í dag.

Búist við nokkrum tugum aðkomuskipa í dag vegna fundarins á Austurvelli.

Reykjavíkurhöfn er hratt að fyllast af skipum vegna útifundarins sem boðað hefur verið til á Austurvelli klukkan 16 í dag. Auk þess eru öll stærri heimaskipin í höfn. Nú í hádeginu voru hátt í 60 skip komin til Reykjavíkur. 

Fundurinn er haldinn til að hvetja alþingismenn til að hlusta á sjónarmið sjávarútvegsins og hafa samvinnu við greinina og sérfræðinga á sviði sjávarútvegsmála við að leiða til lykta deilur um fiskveiðistjórnun og veiðigjöld, eins og segir á vef LÍÚ.