mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skotar auka framleiðslu á eldislaxi

10. september 2012 kl. 15:09

Lax

Eldi á regnbogasilungi minnkar hins vegar

 

Skotar framleiddu um 158 þúsund tonn af eldislaxi á síðasta ári og jókst framleiðslan um 2,5% frá árinu á undan.

Frá þessu er greint í skýrslu sem hagstofa Skotlands sendi frá sér nýlega um framleiðslu Skota á eldisfiski.

Þetta er mesta framleiðsla Skota á eldislaxi frá árinu 2004 og kemur hún í kjölfar 6,9% aukningar milli áranna 2010 og 2011.

Framleiðsla á regnbogasilungi dróst hins vegar saman um 10,1% og nam 4.620 tonnum í fyrra. Hér er um áframhaldandi samdrátt að ræða því milli áranna 2010 og 2011 minnkaði framleiðsla á regnbogasilungi um 24%.