laugardagur, 29. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skotland: Boð og bönn að gera út af við sjávarútveginn

25. maí 2010 kl. 15:00

Margar útgerðir horfa fram á gjaldþrot vegna öfgakenndra umhverfislaga að því er samtök útvegsmanna í Skotlandi fullyrða.

Frá þessu er greint í frétt á vef BBC. Þar segir ennfremur að samtök skoskra útvegsmanna muni leggja á það áherslu á ráðstefnu sem haldin verður í tengslum við sjávarútvegssýninguna í Glasgow seinna á árinu að vafasöm vísindi hafi verið notuð til ýkja slæmt ástand fiskstofna.

Í máli fulltrúa samtakanna muni einnig verða bent á að útgerðarmenn hafi fært mikla fórnir til að temja sér vistvænar veiðar. Hins vegar hafi löggjafinn gengið of langt í því að taka tillit til sjónarmiða umhverfissinna. Til að forða því að boð og bönn geri út af við greinina þurfi stjórnvöld í Bretlandi og ESB að taka upp nýja stjórn fiskveiða sem taki tillit til sjónarmiða útvegsmanna og þar sem viðleitni þeirra í þessum efnum verði metin að verðleikum.