laugardagur, 16. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skotleyfi á sjávarútvegsmenn

23. apríl 2011 kl. 09:44

Pétur Hafsteinn Pálsson (Mynd/ Fiskifréttir

Það er hvergi eins rosalega glæpsamlegt að vera útgerðarmaður og á Íslandi, segir framkvæmdastjóri Vísis hf.

,,Það sem er gremjulegast við umræðuna um sjávarútveginn er að hún byggist oft á tíðum á rangfærslum en ekki staðreyndum. Það er engu líkara en að gefið hafi verið út skotleyfi á þá sem starfa í greininni og virðist litlu skipta þótt farið sé með staðlausa stafi, jafnvel vísvitandi," segir Pétur Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Vísis hf. í viðtalið í páskablaði Fiskifrétta.

Pétur hefur samanburð við umræðuna í öðrum löndum því Vísir á þriðjungs hlut í stóru sjávarútvegsfyrirtæki í Kanada. Hann segir að þar og reyndar í Noregi líka snúist umræðan um að styðja við bakið á sjávarútveginum og vinna með fyrirtækjunum að lausn erfiðra mála.

,,Á Íslandi gengur umræðan aftur á móti út á að þeir sem starfa í sjávarútvegi séu vondir karlar sem arðræni þjóðina. Það er hvergi eins rosalega glæpsamlegt að vera útgerðarmaður og á Íslandi," segir Pétur.

Sjá ítarlegt viðtal við Pétur í páskablaði Fiskifrétta.

 

saml