sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skötuselur ? sívaxandi plága

16. júní 2009 kl. 14:30

,,Á mínu heimasvæði við Ísafjarðardjúp er skötuselurinn sívaxandi plága við grásleppuveiðar. Þegar hann var settur í kvóta hélt hann sig eingöngu við sunnan- og  suðvestanvert landið og fengu því útgerðarmenn á því svæði allan kvótann,” segir Gunnlaugur Finnbogason, smábátaeigandi og grásleppukarl í grein á vefsíðu LS.

,,Enginn skötuselskvóti er í smábátakerfinu. Það er því um tvennt að ræða: Að henda skötuselnum til að geta haldið áfram við grásleppuveiðarnar eða borga meðlimum LÍÚ himinháan toll í formi kvótaleigu,” heldur Gunnlaugur áfram.

,,Menn hafa nú látið sig hafa það að borga leiguna, en nú er svo komið að ekkert fæst leigt og ef ekki fæst leigukvóti fyrir 1.september verður allt aflaverðmæti skötuselsins gert upptækt af ríkinu, samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytisstjóra sjávarútvegsráðuneytisins,” segir Gunnlaugur ennfremur.

Greinin í heild er á vef LS, HÉR