þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skuldir lækka um 180 milljarða

3. október 2013 kl. 09:00

Heildarskuldir sjávarútvegsins eru nú áætlaðar um 360 milljarðar króna

Skuldir sjávarútvegsins hafa lækkað umtalsvert. Áætlaðar heildarskuldir greinarinnar námu um 540 til 550 milljörðum króna á árunum 2008 og 2009 en eru nú um 360 milljarðar, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Samkvæmt þessu hafa skuldir sjávarútvegs lækkað um 180 milljarða á fjórum árum. Samspil útflutningsverðmætis og heildarskulda í ár er nú nálægt því sem var árið 2004, áður en skuldir sjávarútvegsins tóku að hækka verulega. Það ár námu útflutningstekjur í sjávarútvegi um 122 milljörðum króna en heildarskuldir um 200 milljörðum. Í hruninu árið 2008 hækkuðu skuldirnar svo gríðarlega. Útflutningstekjur hafa vaxið síðan og fóru í 269 milljarða árið 2012 á sama tíma sem skuldir lækkuðu hratt.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.