laugardagur, 4. apríl 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Skuldir sjávarútvegsins hafa lækkað

29. september 2011 kl. 11:01

Samtök fiskvinnslustöðva Aðalfundur 2011

Heildarskuldir eru nú taldar vera um 440 milljarðar króna

Heildarskuldir sjávarútvegsins hafa lækkað úr tæplega 500 milljörðum króna á árunum 2008 og 2009 niður í 440 milljarða í ár miðað við stöðuna í júlí. Veltufjármunir í sjávarútvegi eru um 110 milljarðar þannig að nettóskuldin stendur í um 330 milljörðum.

Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Arnars Sigurmundssonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva, á aðalfundi SF. ,,Síðastliðin tvö ár hefur dregið mjög úr nýfjárfestingum í sjávarútvegi og á sama tíma hefur afkoman verið þokkaleg. Fyrirtækin hafa því sumir hver haft tök á því að greiða niður skuldir. Niðurfellingar á skuldum innan sjávarútvegs hafa hins vegar verið sáralitlar hlutfallslega. Jafnframt hafa útflutningstekjur sem hlutfall af skuldum leitað meira jafnvægis en var um tíma. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða. Ég myndi ætla, ef gengi krónunnar helst sæmilega stöðugt, að skuldir sjávarútvegsins verði jafnvel enn lægri í lok ársins,“ sagði Arnar.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.