fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Slagar hátt í bestu loðnuvertíðir

29. mars 2012 kl. 09:31

Loðna í lófa

Útflutningsverðmæti með því mesta sem gerst hefur mælt á núgildandi verðlagi.

Þótt loðnuaflinn á nýliðinni vertíð hafi verið innan við helmingur þess sem mest hefur gerst áður er vertíðin samt í flokki þeirra bestu miðað við útflutningsverðmæti mælt á núgildandi verðlagi.

Áætlað er að vertíðin í ár gefi af sér um 30 milljarða króna í útflutningsverðmæti.  Fiskifréttir hafa umreiknað verðmæti loðnuafurða áranna 1996-2012 til núverandi verðlags og þá kemur í ljós að verðmætið hefur komist hæst í 35-36 milljarða króna en þá var aflinn oftast helmingi meiri en nú.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.