mánudagur, 24. febrúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Slakasta byrjun í tuttugu ár

9. september 2011 kl. 15:52

Örn KE (Mynd: Hafþór Hreiðarsson)

Réttast væri að loka Faxaflóa fyrir kolaveiðum, segir skipstjórinn á Erni KE.

Þetta er tuttugasta kolavertíðin mín hér í Faxaflóanum og byrjunin núna er sú slakasta sem ég man eftir,” sagði Karl Knútur Ólafsson skipstjóri á dragnótabátnum Erni KE í samtali við Fiskifréttir skömmu eftir að veiðarnar hófust seinnipart síðustu viku.

Fiskifréttir höfðu aftur samband við Karl í dag og sagði hann að aflabrögðin hefðu ekkert skánað. ,,Meðan kolaveiðin í Faxaflóa er svona dræm og kvótarnir svona litlir tel ég að réttast væri að loka flóanum fyrir kolaveiðum. Við ættum allir að geta tekið kvótana okkar utan við þetta svæði,” segir Karl Ólafsson.

 Sjá nánar  viðtal við Karl í nýjustu Fiskifréttum.