þriðjudagur, 22. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Sló eigið Íslandsmet

30. júní 2011 kl. 11:07

Ragnar SF (Mynd: Jón Páll Ásgeirsson).

Smábátur fékk 22,3 tonn á tæpum sólarhring.

Smábáturinn Ragnar SF, sem rær frá Breiðdalsvík í sumar, sló eigið Íslandsmet í lok síðustu viku þegar hann kom með 22,3 tonn úr einum róðri. Fyrra met hans var 21,4 tonn sem fengust í maí á síðasta ári.

,,Við fengum þessa veiði á Gerpisgrunni og uppistaðan aflans var þorskur. Róðurinn hófst um klukkan fjögur síðdegis síðastliðinn föstudag og við vorum komnir í land tæpum sólarhring síðar,“ segir Arnar Þór Ragnarsson skipstjóri,  en Ragnar SF er yfirbyggður beitningarvélabátur.

 Sjá nánar viðtali við Arnar Þór í Fiskifréttum í dag.