sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Smábátum fjölgar

12. september 2009 kl. 14:30

Í upphafi nýliðins kvótaárs fengu 767 skip og bátar úthlutað aflamarki en þeim hefur fjölgað um 21 og eru 788 nú í upphafi fiskveiðiárs.

Þessar upplýsingar koma fram í kvótablaði Fiskifrétta. Í ár fengu 59 skuttogarar úthlutað aflamarki í upphafi fiskveiðiárs, 148 skip með aflamark (og aflamarksheimild), 125 smábátar með aflamark og loks 453 krókaaflamarksbátar (krókaaflamarksheimild). Athygli vekur hvað smábátum fjölgar mikið milli fiskveiðiára. Krókaflamarksbátum fjölgar um 16 en smábátum með aflamark fjölgar um 10. Fátítt er að smábátum með aflamark fjölgi á milli ára. Togurum og skipum með aflamark fækkar hins vegar sem sjá má í meðfylgjandi töflu.

Skuttogarar eru með rétt rúman helming alls aflamarks sem úthlutað var miðað við þorskígildi. Skip með aflamark erum með tæp 45%, krókaflamarksbátar með tæp 12% og smábátar með aflamark erum með tæp 2%. Stærri skipin eru því með um 86% aflaheimilda en smábátar með 14%.