miðvikudagur, 20. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Smábátur í Noregi með 3,4 milljónir íslenskar eftir daginn

29. apríl 2011 kl. 14:36

Makríll (Mynd: Kristján Kristinsson)

Meðalverð á fyrsta nótamakríl ársins var um 705 krónur íslenskar á kíló

Smábátur í Noregi skilaði ævintýralegu aflaverðmæti þegar hann landaði í vikunni fyrsta makrílnum sem veiddist í nót á árinu. Aflaverðmætið var 3,4 milljónir íslenskar eftir daginn.

Báturinn veiddi fimm tonn af makríl sem fékkst nánar tiltekið í Gandsfirði í Norður-Noregi. Meðaltalsþyngdin á makrílnum var um 450 grömm og seldist hann fyrir 33,33 krónur norskar á kílóið, eða 705 krónur íslenskar. Þetta er lítill trébátur sem heitir Idse Jr, smíðaður árið 1960, og er ekki nema rétt rúmir 12 metrar að lengd. Aflinn var tekinn í einu kasti sem skilaði alls 160 þúsund krónum norskum í aflaverðmæti (3,4 milljónum ISK). Verður það að teljast gott fyrir gamlan trébát.

Skipstjóri bátsins segir að þetta sé hæsta verð sem hann hafi nokkru sinni fengið fyrir makrílinn þótt þetta sé ekki í fyrsta sinn sem verðið fari yfir 30 krónur norskar á kíló. Hann bætir því við að nú verði allt kapp lagt á að veiða makrílinn áður en hann lækkar í verði.

 Heimild: www.kystmagasinet.no